Fréttasafn



7. des. 2018 Almennar fréttir Menntun

Samstarf SI og Team Spark

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Magnea Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Team Spark, undirrituðu nýjan samstarfssamning í dag á skrifstofu samtakanna í Borgartúni. Team Spark er Formula Student lið Háskóla Íslands en liðið hannar og smíður eins manns rafknúinn kappakstursbíl sem keppt er á erlendis í alþjóðlegri keppni verkfræðinema. 

Verkefnið hefur verið kynnt fyrir tilstilli SI í framhaldsskólum. Þær kynningar hafa vakið áhuga nemenda á háskólanámi í STEM fögum, sem taka til raunvísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði, og skilað nemendum og liðsmönnum frá þeim skólum. 

Á myndunum eru, talið frá vinstri, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá SI, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Magnea Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Team Spark.

Undirritun-07-12-2018-1-