Fréttasafn



21. nóv. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Samtal um íslenska framleiðslu og hönnun

Samtök iðnaðarins, Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda og Samtök arkitektastofa, SAMARK, boða til samtals um íslenska framleiðslu og hönnun miðvikudaginn 28. nóvember nk. kl. 12.00-14.00 í Hyl í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Markmið samtalsins er að auka vitneskju um íslenska framleiðslu og hönnun á húsgögnum og innréttingum. 

Dagskrá

  • Setning fundar og fundarstjórn – Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Örkynningar frá framleiðendum – AGUSTAV, Axis, Á. Guðmundsson,  GÁ húsgögn, Sýrusson
  • Mikilvægi íslenskrar hönnunar – Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands
  • Umræður

Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Áhugasamir skrái sig fyrir þriðjudaginn 27. nóvember. 

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.