Fréttasafn



11. maí 2018 Almennar fréttir

Samtök iðnaðarins á Íslandi og í Finnlandi með fund

Samtök iðnaðarins á Íslandi og í Finnlandi skipuleggja fund um líf- og heilbrigðistæknifyrirtæki á öðrum degi opinberrar heimsóknar forseti Íslands og forsetafrúar til Finnlands 15.-17. maí næstkomandi. Í förinni verður Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ásamt opinberri sendinefnd sem skipuð er fulltrúum fræða- og menningarsamfélags, atvinnulífs, ráðuneyta og skrifstofu forseta

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, stýrir fundinum á miðvikudaginn en þar munu fulltrúar íslensku fyrirtækjanna Nox Medical, Mentis Cura og Össurar auk finnsku fyrirtækjanna Planmeca, Polar og Evondos gera stuttlega grein fyrir starfsemi sinni. Eftir fundinn halda forseti og fylgdarlið í ísbrjótinn Urho þar sem efnt verður til samræðna um málefni norðurslóða en Finnar fara nú með formennsku í Norðurskautsráðinu og Íslendingar taka við henni á næsta ári. Forsetar Íslands og Finnlands munu flytja ávörp á fundinum auk ráðherra og embættismanna. Í kjölfarið mun forseti heimsækja verkstöð átaksins Me&MyCity í Espoo og kynna sér þær hugmyndir sem að baki þessu verkefni búa.

Hér er hægt að fá nánari upplýsingar um heimsóknina.