Fréttasafn



25. mar. 2022 Almennar fréttir Ár grænnar iðnbyltingar Mannvirki

Samtök iðnaðarins á Verk og vit

Samtök iðnaðarins eru meðal samstarfsaðila á stórsýningunni Verk og vit í Laugardalshöll ásamt innviðaráðuneytinu, Landsbankanum, BYKO og Reykjavíkurborg. AP almannatengsl er framkvæmdaraðili sýningarinnar. Á opnun sýningarinnar komu saman formenn fjölmargra meistarafélaga sem eru meðal aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins. Innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson kom við í SI-básnum á sýningunni og heilsaði upp á formenn og framkvæmdastjóra meistarafélaganna og formann og framkvæmdastjóra SI. Sýningin er opin fram á sunnudag. 

Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Már Guðmundsson, formaður Málarameistarafélagsins, Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka rafverktaka, Einar Beinteinsson, formaður Félags dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Jón Sigurðsson, formaður Meistarafélags húsasmiða, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Árni Sigurjónsson, formaður SI, Sigurður Ingi Jóhannesson, innviðaráðherra, Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueiganda, Ágústa Erlingsdóttir, varaformaður Félags skrúðgarðyrkjumeistara, Hannes Björnsson, formaður Múrarameistarafélags Reykjavíkur, Róbert Jensson, stjórnarmaður FLR, Grétar Guðlaugsson, formaður Meistarafélags byggingarmanna Suðurnesjum, og Jón Þórðarson, formaður Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði.

Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir.

Syning1Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra heimsótti bás SI á sýningunni.

Syning2Jón Sigurðsson, formaður Meistarafélags húsasmiða, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, og Már Guðmundsson, formaður Málarameistarafélagsins.

Syning3Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og fyrrum formaður SI, heimsótti bás SI á sýningunni.

_F1A6815
_F1A6817
_F1A6802

_F1A6480

_F1A6398

_F1A6519

_F1A6779

YR_1648465514357Yngri ráðgjafar sem er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga kynntu störf sín í bás SI á Verk og vit.