Fréttasafn



7. sep. 2017 Almennar fréttir

Samtök iðnaðarins fagna áherslum ríkisstjórnarinnar

Samtök iðnaðarins fagna áherslum forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar á uppbyggingu innviða sem kemur fram í máli þeirra í Morgunblaðinu í dag en rætt er við formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja í tilefni þess að þing kemur saman næstkomandi þriðjudag. Þar segir meðal annars að formennirnir séu sammála um að efnahags- og kjaramál verði í brennidepli á Alþingi í vetur.

„Það sem mun reyna á í þessum málum og öðrum áherslumálum ríkisstjórnarinnar er það hvernig okkur tekst að nýta þá uppsveiflu sem við höfum verið í, til þess að styrkja innviðina í samfélaginu,“ segir forsætirsráðherra, Bjarni Benediktsson, meðal annars. Samtök iðnaðarins hafa að undanförnu lagt áherslu á mikilvægi innviðauppbyggingu þar sem uppsöfnuð þörf á styrkingu innviða hleypur á hundruðum milljarða króna. Samtökin fagna jafnframt þeim áherslum fjármálaráðherra, Benedikts Jóhannessonar, að skattkerfið verði einfaldað.