Fréttasafn



3. nóv. 2016 Mannvirki

Samtök iðnaðarins funda í Vestmannaeyjum

Samtök iðnaðarins stóðu fyrir fundi í dag í Eldheimum þar sem mættu 25 manns úr byggingariðnaðinum í Vestmannaeyjum en þar er mikil uppbygging atvinnuhúsnæðis og áform um byggingu ibúðarhúsnæðis við höfnina þar sem nú standa úrelt fiskverkunarhús. Á fundinum var meðal annars fjallað um byggingar- og mannvirkjamál, samskipti framkvæmdaaðila og embættismanna og byggingarreglugerð með nýjustu breytingum. Boðið var upp á hádegisverð í upphafi fundarins. 

Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, flutti ávarp og stýrði fundinum. Árni Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs SI, fór yfir hvað Samtök iðnaðarins standa fyrir og hvaða þjónusta og aðstoð félagsmönnum SI stendur til boða. Friðrik Ág. Ólafsson, forstöðumaður byggingarsviðs SI, kynnti þær breytingar sem gerðar hafa verið á byggingarreglugerð og sagði frá samskiptum við embættismenn. Sigurður Smári Benónýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, kynnti hvað væri framundan í skipulags- og byggingarmálum í Vestmannaeyjum og greindi frá samskiptamálum við framkvæmdaaðila. Í lokin var boðið upp á fyrirspurnir og umræður.