Fréttasafn



18. maí 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun Samtök sprotafyrirtækja

Samtök sprotafyrirtækja á Nýsköpunarvikunni

Samtök sprotafyrirtækja, SSP, tók þátt í Nýsköpunarvikunni með því að vera með kynningu í Grósku þar sem fjöldi viðburða hefur verið undanfarna daga. Á Nýsköpunarvikunni kynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, framtíðarsýn þar sem hugverkaiðnaðurinn verði stærsta stoð íslensks efnahagslífs: ,,Eitt mikilvægasta verkefni okkar er að fjölga stoðum samfélagsins til að tryggja að við getum áfram búið við ein bestu lífskjör í heimi. Það þarf að styðja frekar við og efla mikilvægustu auðlind okkar Íslendinga, hugvitið. Hugvitið getur orðið stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar. Ekki bara að hugvitið verði sérstök stoð í atvinnulífinu heldur einnig stækkar hún og styrkir okkar hefðbundnu atvinnugreinar.“ Á vef Stjórnarráðsins er hægt að nálgast frekari upplýsingar um erindi ráðherra.

Á myndinni hér fyrir ofan er Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica og formaður SSP, sem var á kynningunni í Grósku auk þess sem Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Alor, var einnig að kynna starfsemi síns fyrirtækis og Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, kynnti Samtök sprotafyrirtækja.

Nyskopunarvika-2022Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI.

Nyskopunarvika-2022_5Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Alor.

Nyskopunarvika-2022_3