Fréttasafn



3. feb. 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Samtök sprotafyrirtækja efna til fundar um nýsköpun

Opinn fundur Samtaka sprotafyrirtækja, SSP, verður haldinn miðvikudaginn 5. febrúar kl. 16.00 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Nýsköpun, fjármögnun, heimsmarkmið SÞ og spennandi tækifæri í matvælaframleiðslu á Íslandi m.t.t. sérstöðu landsins. Þetta verður meðal viðfangsefna á opnum aðalfundi Samtaka sprotafyrirtækja þar sem fluttir verða áhugaverðir fyrirlestrar. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Dagskrá

16.00-16.30 Aðalfundur SSP

1. Kosinn fundarstjóri

2. Kosinn ritari fundarins

3. Formaður flytur skýrslu stjórnar og flytur tillögur að verkefnaskrá næsta starfsárs

4. Breytingar starfsreglna, ef fyrir liggja

5. Kosning stjórnar:

a) formaður til eins árs

b) tveir meðstjórnendur og tveir til vara til eins árs

6. Lýst stjórnarkjöri

7. Önnur mál

16.30-18.00 Fyrirlestrar og framsögur

  • Ár nýsköpunar og sprotafyrirtæki - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Samfélagsábyrgð, nýsköpun og sprotafyrirtæki - Hrund Gunnsteinssdóttir, framkvæmdastjóri Festu
  • Nýsköpun og tækifæri í matvælaframleiðslu - Sigurður Markússon, jarðefnafræðingur hjá Landsvirkjun
  • Ankeri - Kristinn Aspelund, framkvæmdastjóri Ankeri

Fyrir frekari upplýsingar um fundinn er hægt að hafa samband við Eddu Björk Ragnarsdóttur, viðskiptastjóra á hugverkasviði SI, edda@si.is.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.