Fréttasafn



28. feb. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök sprotafyrirtækja

Samtök sprotafyrirtækja kynna sér Kauphöllina

Kauphöllin bauð aðildarfyrirtæki Samtaka sprotafyrirtækja, SSP, í heimsókn í gær þar sem Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland, tóku á móti fulltrúum samtakanna. 

Baldur kynnti starfsemi Kauphallarinnar og First North vaxtarmarkaðinn. Hann fór meðal annars yfir hvernig skráning gæti gagnast vaxtarfyrirtækjum, af hverju félag fer á markað, mismunandi leiðir að skráningu með útboði eða ekki, skilyrði og fleira. Hér er hægt að nálgast kynningu Baldurs.

Starfsfólk Kauphallar og Nasdaq verðbréfaskráningar átti svo gott spjall við gesti eftir formlega kynningu Baldurs. Kauphöllin býður áhugasömum aðildarfyrirtækjum SSP að hafa samband og jafnvel kíkja í kaffi ef áhugi er á að kynna sér First North betur með því að senda tölvupóst á Baldur.thorlacius@nasdaq.com.

 Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.

IMG_0640Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.

820c8d37-d11b-4a31-899b-035bfe4599d2Alexander Jóhönnuson, formaður SSP, og Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI.