Fréttasafn29. maí 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Samtök sprotafyrirtækja móta framtíðarstefnu

Samtök sprotafyrirtækja, SSP, standa fyrir stefnumótunarfundi sem hófst rétt í þessu í Kviku í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni. Á fundinum gefst félagsmönnum tækifæri til að taka þátt í að móta framtíð sprotaumhverfis á Íslandi en markmið fundarins er að setja niður framtíðarsýn, stefnu og aðgerðir samtakanna til ársins 2025.

Dagskránni er skipt niður á tvo daga, fyrri dagurinn er í dag fram til klukkan 18 og seinni dagurinn hefst í fyrramálið kl. 9 og stendur til hádegis. Á myndinni hér fyrir ofan er Erlendur Steinn, formaður SSP, að fara yfir stöðu Samtaka sprotafyrirtækja. Það er Stefán Þór Helgason hjá KPMG sem leiðir vinnustofurnar.

Stefnumotun2Það er góð mæting á stefnumótunarfund SSP.