Fréttasafn



20. ágú. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Samtök vinnuvélaeigenda á Norðurlöndunum funda

Íslenskir fulltrúar voru á fundi samtaka vinnuvélaeigenda á Norðurlöndunum sem haldinn var í Helskinki í Finnlandi nú um helgina. Það voru þau Óskar Sigvaldason, formaður Félags vinnuvélaeigenda, og Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, sem sóttu fundinn. Fundur af þessu tagi er haldinn árlega og var helsta umræðuefni fundarins að þessu sinni ímynd og nýliðun í greininni en fulltrúar hvers lands fóru yfir helstu áskoranir og lausnir í sínu landi. 

Meðal þeirra sem héldu erindi var Anne Berner, ráðherra í Ministry of Transport and Communications, í Finnlandi. Hún fjallaði m.a. um innviði og samkeppnishæfni Finnlands í heimi sem stöðugt er að breytast í ljósi tækniþróunar. Meðal þess sem kom fram í erindi hennar var að líta þyrfti á fjármögnun fyrir innviði sem fjárfestingu en ekki sem útgjöld.

Á myndinni sem er hér fyrir ofan má sjá hópinn sem fundaði. Íslensku fulltrúarnir, Óskar Sigvaldason, formaður Félags vinnuvélaeigenda, er þriðja frá hægri í aftari röð og Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, er fjórða frá hægri í fremri röð.

Finnland-2018-3-

Finnland-2018-2-Anne Berner, ráðherra í Finnlandi, flutti erindi. 

Finnland-2018Nina Lindström, framkvæmdastjóri RTA-Yhtiötn oy og formaður stjórnar INFRA, sem eru samtök vinnuvélaeigenda í Finnlandi.