Fréttasafn



31. okt. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Sandhóll hlaut Fjöreggið

Sandhóll hlaut Fjöreggið, viðurkenningu Matvæla- og næringarfræðifélags Íslands og Samtaka iðnaðarins, sem afhent var á Matvæladeginum sem fram fór í vikunni. Fjöreggið er veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði og verðlaunagripurinn er glerlistaverk, hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík. 

Aðrir sem hlutu tilnefningar voru Efla verkfræðistofa, fyrir þjónustuvefinn Matarspor, Norðlenska fyrir umhverfisvænni umbúðir, MS fyrir Ísey-skyr ÁN og Krónan fyrir að draga úr sóun og auka umhverfisvitund neytenda. Vinningshafinn Sandhóll ræktar ýmsar nytjajurtir eins og hafra, bygg og repju, auk þess að vera með nautgriparækt og nytjaskógrækt og einkennist allur búskapur á Sandhóli af virðingu fyrir náttúrunni og að fullnýta afurðir.

Ellert Arnarson hjá Sandhóli tók við Fjöregginu frá Sigurði Hannessyni, framkvæmdarstjóra SI og formanni dómnefndar.

Domnefnd-2019_1572530946102Í dómnefnd sátu Sigríður Ásta Guðjónsdóttir, matvælafræðingur, Dagný Ólafsdóttir, næringarfræðingur, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI og formaður dómnefndar, og Geir Gunnar Magnússon, matvæla- og næringarfræðingur.