Fréttasafn



31. jan. 2020 Almennar fréttir

Sendiherra Indlands fundar með Samtökum iðnaðarins

Sendiherra Indlands á Íslandi, T. Armstrong Changsan, átti í dag fund með Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni SI, og Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra SI. Sendiherrann kynnti sér starfsemi SI og meðal annars var rætt um aukin tækifæri til viðskipta og samstarfs á milli fyrirtækja á Íslandi og Indlandi.