Fréttasafn



22. mar. 2018 Almennar fréttir

Sérblaðið Iðnþing 2018 með Morgunblaðinu í dag

Með Morgunblaðinu í dag fylgir sérblaðið Iðnþing 2018. Í blaðinu er fjallað um það sem helst kom fram á Iðnþingi sem haldið var í Hörpu fyrir skömmu, viðtöl við formann og framkvæmdstjóra SI, starfsmenn og félagsmenn auk frétta frá starfsemi SI.

Í viðtali við Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann SI, kemur meðal annars fram að atvinnulífið geti lagað sig að nánast hverju sem er en það geti ekki lagað sig að miklum sveiflum og breytingum á 6, 12 eða 18 mánaða fresti. Hún segir að það sé stöðugleikinn sem öll fyrirtæki þrái umfram allt, og að það rekstrarumhverfi sem þeim sé búið á Íslandi geri þeim fært að stunda skilvirkan og hagkvæman rekstur svo þau geti verið samkeppnishæf við erlenda keppinauta. 

Hér er hægt að nálgast Iðnþingsblaðið.

Forsida-Idnthingsblads