Fréttasafn3. apr. 2019 Almennar fréttir Framleiðsla

Sérfræðingur frá FAO flytur erindi á matvælaráðstefnu

Sérfræðingur frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) flytur fyrirlestur á ráðstefnu um sérstöðu og samkeppnisforskot í matvælaframleiðslu sem haldin verður miðvikudaginn 10. apríl kl. 10-12 á Hilton Reykjavík Nordica í sal H & I. Það er samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland sem efnir til ráðstefnunnar en að vettvanginum standa Samtök iðnaðarins, Bændasamtök Íslands, Matís, Íslandsstofa, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Matarauður Íslands og Háskóli Íslands.

Ráðstefnustjóri er Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands. Ráðstefnunni lýkur með hádegishressingu. Enginn aðgangseyrir. 

Dagskrá

  • Setning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

  • Global Changes in Food Landscape Henk Jan Ormel, sérfræðingur hjá Matvæla- og landbúnaðastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO)
  • Heilnæmi íslenskra matvæla Hrönn Jörundsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís, Brigitte Brugger og Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknar hjá Matvælastofnun
  • Styrkur Íslands – matvælastefna í mótun Vala Pálsdóttir, formaður starfshóps um matvælastefnu fyrir Ísland
  • Matarferðaþjónusta á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsstofu Norðurlands
  • Áfangastaðurinn Austurland – Matarupplifun María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri, Austurbrú
  • Pallborðsumræður, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra, auk frummælenda.

Hér er hægt að skrá sig á ráðstefnuna.

Auglysing-med-dagskra-2019