Fréttasafn20. apr. 2020 Almennar fréttir

Sértilboð fyrir félagsmenn í verkefninu Höldum áfram

Félagsmönnum býðst sértilboð á þjónustu sem gæti gagnast í ástandinu í tengslum við verkefnið Höldum áfram sem SVÞ, SAF og SI standa að.

Um er að ræða eftirfarandi tilboð: 

Sértilboð Markaðsakademíunnar á námskeiðum Fyrir þá sem vilja nýta tímann núna til að efla markaðsstarfið þá býður Markaðsakademían 50% afslátt af námslínu sem kennd er á netinu: Stafræn hraðbraut fyrir viðskipti á netinu - og 20% afsláttur af stökum hlutum innan þeirrar línu ef það hentar betur.

Sértilboð Datera á Google leitarvélapökkum Um er að ræða uppsetningu og utanumhald herferðar ásamt birtingakostnaði í einn mánuð auk ráðlegginga ef breytinga er þörf á vef til að tryggja ódýrari og betri niðurstöður í leit. Datera tryggir að fyrirtækið sé að birtast ofarlega í leitarniðurstöðum þegar notendur leita að viðkomandi fyrirtæki og helstu vörum/þjónustu sem eru í boði.

Sértilboð Koikoi á uppsetningu vefverslunar á 72 tímum Koikoi sérhæfa sig í vefverslunum og stafrænni markaðssetningu. Í ljósi aðstæðna býður Koikoi upp á hraðbraut fyrir fyrirtæki sem eru ekki í þeirri stöðu að vera með nógu öfluga sölusíðu á netinu eða þurfa nýja vefverslun. 

Sértilboð Gerum betur á þjónustunámskeiðum Í apríl og maí býður Gerum betur 25% afslátt á þjónustunámskeiðum sem kennd eru í gegnum netið. Þrjú námskeið eru í boði og þrjár upphafsdagsetningar fyrir hvert þeirra: (1) 20 góð ráð í þjónustusímsvörun. (2) Erfiðir viðskiptavinir og kvartanir. (3) Góð ráð í tölvupóstsamskiptum.