Fréttasafn



5. mar. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Sérútgáfa Viðskiptablaðsins tileinkuð umræðu Iðnþings

Með Viðskiptablaðinu fylgir sérútgáfa tileinkuð umræðu sem verður á Iðnþingi 2025. Ísland á stóra sviðinu er yfirskrift Iðnþings að þessu sinni og verður á þinginu rætt um áskoranir, tækifæri og samkeppnishæfni íslensks iðnaðar á alþjóðamarkaði á tímum tollastríða og tæknibyltinga. 

Í blaðinu er að finna viðtöl við Árna Sigurjónsson, formann SI, Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, Svein Sölvason, forstjóra Emblu Medical, Þorvarð Sveinsson, framkvæmdastjóra Farice, og Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs SI.

Þá eru í blaðinu greinar eftir Ingólf Bender, aðalhagfræðing SI, sem skrifar um mikla hagsmuni Íslands í alþjóðlegum viðskiptum iðnaðar, Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI, sem skrifar um viðnámsþrótt og Hjört Sigurðsson, stjórnarmann í SI og stofnanda Mynstru, sem skrifar um gervigreind.

Hér er hægt að nálgast PDF af blaðinu.

Idnthing-2025_serutgafa-Vidskiptabladid-1