Fréttasafn3. des. 2018 Almennar fréttir

Setti sig vel inn í starfið áður en hann byrjaði

Í Viðskiptablaðinu var rætt við nýjan viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins, Gunnar Sigurðarson, en hann er landsmönnum góðkunnur og hefur meðal annars starfað við dagskrárgerð og fréttamennsku hjá bæði RÚV og Stöð 2. Gunnar segir að nýja starfið leggist virkilega vel í hann. „Ég hóf störf hér um miðjan mánuð en mér líður eins og ég sé búinn að vera hérna lengur en það þar sem ég setti mig vel inn í starfið áður en ég hóf formlega störf. Þannig að mér líður svolítið eins og ég hafi verið starfsmaður samtakanna mun lengur en raun ber vitni. Á fyrsta deginum mínum hér fór ég beint í það að gefa samstarfsmönnum mínum fimmu og lét eins og ég hafi verið starfsmaður í teyminu í marga mánuði.“ 

Í viðtalinu segist Gunnar hafa búið fyrstu ár ævi sinnar í Ólafsvík. „Þegar ég var krakki var ég mjög oft í heimsókn hjá skyldmennum sem eiga heima í Ólafsvík. Í Ólafsvík lærði ég að bretta upp ermar og vinna. Ég sótti mér menntun hér í Reykjavík og er þakklátur fyrir það en það var ekki síður mikilvægt að læra það hvernig skuli grípa til verka og vinna, sem er það sem Ólafsvíkin kenndi mér.“

Viðskiptablaðið, 29. nóvember 2018.

Hér er einnig hægt að hlusta á viðtal við Gunnar á K100 þar sem hann segist meðal annars upplifa sig sem "tannhjól atvinnulífsins".