Fréttasafn4. jún. 2020 Almennar fréttir

SI auglýsa eftir lögfræðingi til starfa

Samtök iðnaðarins auglýsa eftir lögfræðingi til starfa fyrir samtökin á vefnum Alfreð. Umsóknarfrestur er til og með 14. júní. 

Í auglýsingunni kemur fram að helstu verkefni og ábyrgð séu hagsmunagæsla fyrir iðnaðinn, gerð umsagna um lagafrumvörp, samskipti við stjórnvöld, ráðgjöf til félagsmanna, lögfræðileg ráðgjöf inn á við í málefnum samtakanna, seta í nefndum, stjórnum og vinnuhópum eftir því sem þörf krefur og virk þátttaka í innra starfi. Menntunar- og hæfniskröfur eru fullnaðarpróf í lögfræði, þekking og færni í stjórnsýslurétti er skilyrði, þekking á verktaka- og útboðsmálum er kostur, þekking á Evrópurétti er kostur, áhugi á atvinnulífinu og starfsumhverfi fyrirtækja, gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli, Norðurlandamál kostur, skipulagshæfni og frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð, samskipta-og samvinnufærni. 

Hægt er að fá frekari upplýsingar um starfið hjá lögfræðingi samtakanna: Björg Ásta Þórðardóttir, bjorg@si.is, sími 5910101.

Hér er hægt að nálgast auglýsinguna.