Fréttasafn



5. sep. 2025 Almennar fréttir Mannvirki

SI auglýsa eftir viðskiptastjóra innviða á mannvirkjasviði

Samtök iðnaðarins auglýsa eftir metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í starf viðskiptastjóra innviða á mannvirkjasviði á vef Alfreðs. Umsóknarfrestur er til og með 15. september. Hlutverk viðskiptastjóra er að styðja við starfsemi félaga sem starfa á sviði innviðauppbyggingar, hönnunar og ráðgjafar og vinna að framgangi hagsmunamála þeirra. Margar þessara greina starfa á útboðsmarkaði og því tengjast verkefnin oft opinberum innkaupum og útboðsrétti.

Starfið er hluti af mikilvægu hagsmunastarfi SI sem hefur það markmið að efla samkeppnishæfni íslensks iðnaðar og styðja fyrirtæki til að nýta tækifærin og taka forystu á tímum breytinga. Viðskiptastjóri innviða vinnur í nánu samstarfi við fyrirtæki, opinbera aðila og hagaðila og leggur sitt af mörkum til að byggja upp sterkt samfélag iðnaðarins þar sem samvinna, markviss samskipti og nýsköpun eru í fyrirrúmi.

Nánari upplýsingar veita Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og Garðar Ó. Ágústsson (gardar@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.