SI auglýsa eftir viðskiptastjóra og verkefnastjóra
Á vef Intellecta eru auglýst tvö störf hjá Samtökum iðnaðarins, annars vegar er um að ræða viðskiptastjóra á iðnaðar- og hugverkasviði SI og hins vegar er um að ræða verkefnastjóra í mennta- og mannauðsmálum. Nánari upplýsingar um bæði störfin veitir Sigríður Svava Sandholt, sigridur@intellecta.is, í síma 511-1225.
Á vef Intellecta eru listuð upp helstu verkefni og hvaða menntunar- og hæfniskröfur eru gerðar til beggja starfanna. Umsóknarfrestur er til og með 13. janúar.