Fréttasafn25. mar. 2024 Almennar fréttir Menntun

SI bakhjarl Team Spark sem smíðar rafkappakstursbíl

Samtök iðnaðarins eru bakhjarl Team Spark og var samningur þess efnis undirritaður í Húsi atvinnulífsins fyrir skömmu. Team Spark er lið verkfræðinema við Háskóla Íslands en liðið hannar og smíðar rafkappakstursbíl sem liðið keppir á í alþjóðlegri Formula Student keppni.

Lið verkfræðinema HÍ áformar að keppa með nýjan bíl í Formula Student keppninni sem fer fram í Króatíu í haust. Liðin í keppninni eru frá mörgum af bestu tækniháskólum heims og keppa í hönnun og smíði besta rafkappakstursbílsins.

Mynd/BIG

Frá undirritun samnings vegna Team Sparks, talið frá vinstri, Sigurður Patrik Fjalarson Hagalín, formaður Team Spark, Þórdís Alda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Team Spark, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Elín Edda Jóhannsdóttir, fjármálastjóri Team Spark.