Fréttasafn27. okt. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Starfsumhverfi

SI fagna breytingu á afhendingu matvæla beint til neytenda

Samtök iðnaðarins hafa sent umsögn til matvælaráðuneytisins um drög að breytingu á reglugerð nr. 580/2012 um framleiðslu og markaðssetningu aðila undir smáræðismörkum á matvælum og afhendingu
frumframleiðenda á litlu magni matvæla beint til neytenda. Samtök iðnaðarins fagna fyrirhugaðri reglugerðarbreytingu og taka undir sjónarmið Samtaka smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli sem birtast í umsögn þeirra á Samráðsgátt um málið.

Í umsögninni segir að meginmarkmið frumvarpsins hafi það í för með sér að matvælaframleiðendur sem selja í eigin hagnaðarskyni, með gilt starfsleyfi, þurfi ekki lengur að sækja um tímabundið starfsleyfi, svokallað torgsöluleyfi, til að geta tekið þátt á matarmarkaði, að því gefnu að ábyrgðaraðilar markaða séu með tiltæk leyfi.

Hér er hægt að nálgast umsögnina.