Fréttasafn



29. des. 2021 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Starfsumhverfi

SI fagna framlengingu á átakinu Allir vinna

Samtök iðnaðarins fagna framlengingu á átakinu Allir vinna sem samþykkt var á Alþingi. Um er að ræða framlengingu á 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu sem unnin er á byggingarstað og við endurbætur og viðhald á íbúðarhúsnæði til og með 31. ágúst 2022. Frá 1. september á næsta ári lækkar endurgreiðslan í 60%.

Einnig er framlengd til 30. júní 2022 100% endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu við hönnun og eftirlit íbúðar- og frístundahúsnæðis, nýbyggingar og viðhald frístundahúsnæðis og annnað húsnæði sveitarfélaga. Að þeim tíma liðnum fellur endurgreiðslan að fullu niður.

Á vef Stjórnarráðsins eru hægt að nálgast frekari upplýsingar um skatta- og gjaldbreytingar sem taka gildi um áramót.