Fréttasafn18. jan. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

SI fagna undirritun tvísköttunarsamnings við Japan

Samtök iðnaðarins fagna undirritun tvísköttunarsamnings íslenskra stjórnvalda við Japan en samningurinn var undirritaður í vikunni af utanríkisráðherra og sendiherra Japans á Íslandi. Samtök iðnaðarins telja að samningar af þessum toga bæti starfsumhverfi fyrirtækja. Eitt af helstu hagsmunamálum Samtaka leikjaframleiðenda, IGI, á síðasta ári var tvísköttunarsamningur við Japan þar sem Japan er mikilvægur markaður fyrir leikjaframleiðendur. IGI er starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins. 

Á vef Stjórnarráðs Íslands kemur fram að á næstu mánuðum muni stjórnvöld vinna að fullgildingu samningsins og er vonast til að samningurinn komi til framkvæmda 1. janúar 2019. 

Mynd af vef Stjórnarráðs Íslands.