Fréttasafn13. sep. 2019 Almennar fréttir Starfsumhverfi

SI gagnrýna nýjan urðunarskatt

Í Fréttablaðinu er sagt frá því að Samtök iðnaðarins gagnrýni nýjan urðunarskatt en stefnt er að því í fjárlagafrumvarpinu að ríkið innheimti um þrjá milljarða með nýjum urðunarskatti á fyrirtæki. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, gagnrýnir þessi áform: „Hætt er við því að innleiðing urðunarskatts endi sem hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð á meðan ekki er brugðist við þeim vanda sem uppi er hvað varðar aðstöðu- og úrræðaleysi við meðhöndlun slíks úrgangs,“ segir Sigurður. „Fyrirtæki og heimili landsins vilja standa sig vel í úrgangsmálum en ekki eru til staðar nauðsynleg úrræði svo hægt sé að farga úrgangi með fullnægjandi hætti hér á landi. Ekki verður séð að urðunarskatturinn leysi þessa stöðu.“

Fréttablaðið / Vísir, 13. september 2019