SI heimsækja Nóa Siríus
Starfsmenn Samtaka iðnaðarins heimsóttu sælgætisgerðina Nóa Síríus í Hesthálsi í dag og fengu að skoða fjölbreytta framleiðslu þeirra. Hjá Nóa Siríus starfa um 150 manns og þar af eru um 100 sem starfa beint við framleiðslu en fyrirtækið framleiðir fjöldann allan af sælgætistegundum.
Í heimsókninni kom fram að Nói Síríus flytur töluvert út af sælgæti og hafa framleiðendurnir verið hvattir til að merkja vöruna á þann hátt að það sjáist að hún sé framleidd á Íslandi. Það telst vera virðisauki í því að framleiða á Íslandi vegna ímyndar landsins sem tengist hreinleika og gæðum.
Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Starfsmenn SI í heimsókninni voru auk Sigurðar, Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur SI, Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, og Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar SI, sem tók myndina. Hægra megin á myndinni eru auk Finns starfsmenn Nóa Síríus.