Fréttasafn13. apr. 2018 Almennar fréttir

SI með opinn fund í Hofi á Akureyri á morgun

Samtök iðnaðarins bjóða til opins fundar á morgun laugardaginn 14. apríl kl. 10.30-12.00 í Hofi á Akureyri. Fundurinn er haldinn í tengslum við Dag byggingariðnaðarins á Norðurlandi. 

Á fundinum verður meðal annars fjallað um helstu áskoranir og tækifæri sem iðnaðurinn stendur frammi fyrir í tengslum við menntun, nýsköpun, innviði og starfsumhverfi og kynnt verður ný greining SI á fjölda íbúða í byggingu á Norðurlandi. 

Dagskrá

  • Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri
  • Friðrik Ólafsson, viðskiptastjóri byggingariðnaðar á mannvirkjasviði SI
  • Umræður og fyrirspurnir

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Fundur-auglysing