Fréttasafn



16. maí 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

SI með opinn fund um öflugt atvinnulíf á Reykjanesi

Samtök iðnaðarins efna til opins fundar mánudaginn 22. maí kl. 12.00-13.30 á Courtyard by Marriott í Reykjanesbæ. Á fundinum verður efnt til samtals um uppbyggingu öflugs atvinnulífs á Reykjanesi. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Fundarstjóri er Bergþóra Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá SI.

Dagskrá

  • Árni Sigurjónsson, formaður SI
  • Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarmála hjá Reykjanesbæ
  • Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia
  • Samúel Torfi Pétursson þróunarstjóri Kadeco
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Umræður

Öll velkomin á fundinn.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn. 

SI-fundur-Reykjanesbae-augl-Vikurfrettir