Fréttasafn16. jan. 2020 Almennar fréttir Nýsköpun

SI og Rannís með kynningarfund um Tækniþróunarsjóð

Samtök iðnaðarins og Rannís boða til kynningarfundar um Tækniþróunarsjóð þriðjudaginn 21. janúar kl. 13-14 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35.

Dagskrá

1. Fulltrúar Rannís gera grein fyrir:

  • Styrkjaflokkum Tækniþróunarsjóðs
  • Eurostars styrkjum
  • Skattfrádrætti rannsóknar- og þróunarverkefna
  • Reglugerð um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga

2. Reynsla félagsmanna Samtaka iðnaðarins af umsóknaferli Tækniþróunarsjóðs

  • Hilmar Kjartansson, Kerecis
  • María Guðmundsdóttir, Parity

3. Umræður

Fundarstjóri er Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI.

Næsti umsóknarfrestur í sjóðinn er 17. febrúar.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Taeknithrounarsjodur_3x20-jan2020