Fréttasafn25. ágú. 2017 Almennar fréttir Mannvirki

SI og Reykjavíkurborg vilja greina vandann og leita lausna

Samtök iðnaðarins áttu fund með byggingaryfirvöldum í Reykjavíkurborg í vikunni en tilefnið var umræða um að leita leiða til að stytta ferla og gera leyfisveitingar vegna byggingarmála í borginni skilvirkari án þess að gefa afslátt af þeim kröfum sem mælt er fyrir í lögum og reglugerðum.  

Leyfismál eru flókin og þarfnast aðkomu eða samþykktar hjá nokkrum embættum auk embættis byggingarfulltrúa. Fulltrúar Samtaka iðnaðarins og Reykjavíkurborgar sem voru á fundinum eru sammála um að halda samtalinu áfram, það er vilji til að greina vandann og leita lausna.