Fréttasafn



5. jún. 2021 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Starfsumhverfi

SI skorar á 7 sveitarfélög að setja LED-væðingu í útboð

Samtök iðnaðarins skora á 7 sveitarfélög að fara í útboð á viðhaldi, rekstri og LED-væðingu götulýsingar í kjölfar á úrsskurði þar sem borginni er gert að bjóða út þjónustu við útskiptingu og uppsetningu LED-lampa í Reykjavík.

Eftirfarandi sveitarfélög hafa fengið bréf þessa efnis: Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Akranes.

Í bréfunum kemur meðal annars fram að Samtök iðnaðarins telji að úrskurður þessi hafi breiða skírskotun og sé fordæmisgefandi fyrir önnur sveitarfélög sem beri, með sama hætti og Reykjavíkurborg, að bjóða út innkaup á umræddri þjónustu. Samtökin telji jafnframt brýnt að brugðist sé hratt við úrskurði nefndarinnar og hafist sé strax handa við útboð. Hagsmunir bjóðenda séu miklir.

Hér er hægt að nálgast bréfin:

Reykjavík

Kópavogur

Garðabær

Hafnarfjörður

Seltjarnarnes

Mosfellsbær

Akranes