Fréttasafn25. mar. 2024 Almennar fréttir Menntun

SI styrkja lið Garðaskóla fyrir alþjóðlega Lego-keppni

Samtök iðnaðarins styrkja lið Garðaskóla til að taka þátt í alþjóðlegri tækni- og hönnunarkeppni First Lego League sem hefur það að markmiði að auka áhuga ungs fólks á tækni og vísindum og efla færni í lausnamiðaðri hugsun. Liðið stefnir á að fara á heimsleikana í First Lego League í Houston í Texas í apríl næstkomandi og er þetta í fyrsta sinn sem lið frá Íslandi tekur þátt.

Samningur um styrkinn var undirritaður í Húsi atvinnulífsins fyrir skömmu af Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra SI, og Ragnheiði Stephensen, liðsstjóra.

Í liði Garðaskóla eru Ágúst Fannar Einarsson, Kjartan Páll Kolbeinsson, Jón Kári Smith, Högna Þóroddsdóttir, Helen Silfá Snorradóttir og Benedikt Aron Kristjánsson.

Myndir/BIG

Si_undirritun_lego_landslid-1Frá undirritun samnings um styrk Samtaka iðnaðarins í Húsi atvinnulífsins, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Ragnheiður Stephensen, liðsstjóri.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurður Hannesson, Jón Kári Smith, Högna Þóroddsdóttir, Kjartan Páll Kolbeinsson, Helen Silfá Snorradóttir, Ágúst Fannar Einarsson og Ragnheiður Stephensen.