Fréttasafn16. maí 2017 Almennar fréttir Framleiðsla

SI taka þátt í Amazing Home Show sem opnar á föstudaginn

Samtök iðnaðarins taka þátt í stórsýningunni Amazing Home Show sem verður opnuð á föstudaginn næstkomandi 19. maí í Laugardalshöllinni. Á sýningunni er áhersla lögð á vörur og þjónustu fyrir nútímaheimilið, fyrir fjölskylduna og frístundir. Kynnt verður það nýjasta í hönnun auk fjölbreyttra kynninga og uppákoma. Um 100 fyrirtæki og þjónustuaðilar ætla að kynna vörur sínar og þjónustu um helgina.

Á sýningunni ætla nokkrir starfsgreinahópar innan Samtaka iðnaðarins að kynna og sýna það sem þau fást við. Sýningin er opin föstudag kl. 15-20, laugardag kl. 11-18 og sunnudag kl. 11-17.

Nánar um Amazing Home Show