Fréttasafn



27. sep. 2016 Iðnaður og hugverk

Samtök iðnaðarins taka þátt í matarhátíð á Akureyri

Samtök iðnaðarins verða meðal sýnenda á norðlensku matarhátíðinni Local Food sem haldin er í Íþróttahöllinni á Akureyri um næstu helgi. Á föstudaginn bjóða sýnendur viðskiptavinum á sýninguna en á laugardaginn kl. 13:00 verður sýningin opnuð almenningi. Ókeypis er inn á sýninguna þar sem hátt í 30 sýnendur af fjölbreyttum toga taka þátt. 

Á matarhátíðinni verða haldnar nokkrar keppnir. Valinn verður Local Food-kokkur ársins 2016 en þar eiga keppendur að reiða fram tveggja rétta matseðil og fer matreiðslan fram fyrir framan gesti sýningarinnar. Einnig er valinn Local Food-neminn árið 2016 þar sem keppt er um besta saltfiskréttinn. Barþjónar keppa sín á milli um besta kokteilinn og kaffiþjónar keppa um besta kaffidrykkinn. Almenningi gefst kostur á að taka þátt í keppninni um bestu kökuna sem fer þannig fram að þátttakendur baka kökuna heima, koma með hana á sýninguna og skreyta fyrir framan áhorfendur. Bakarar og kokkar dæma hvaða kaka er best á bragðið og hefur fallegasta útlitið.

Sýnendur eru: Ásbyrgi Flóra, Kristjánsbakarí, Brynja, Eyjabiti - Darri ehf, Greifinn, Hamborgarafabrikkan, Huldubúð Stóra Dunhaga Hörgárdal, Langabúr, Nautakjöt.is/Kaffi Kú, Kaldi, Myllan/Kexsmiðjan, Kjarnafæði, Matarkistan Skagafjörður, MS Akureyri, Norðlenska, Nýja Kaffibrennslan, ProMat - Rannsóknaþjónusta, Samtök iðnaðarins, Segull, Sigló hótel, Sælkerasinnep Svövu, Vilko, Vífilfell og Ölgerðin. 

Nánari upplýsingar á www.localfood.is