Fréttasafn



20. mar. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Menntun

Sigraði í nemakeppni í kjötiðn

Helga Hermannsdóttir frá Norðlenska sigraði í úrslitakeppninni í kjötiðn á Íslandsmótinu í iðn- og verkgreinum sem fram fór í Laugardalshöllinni. Það voru fimm kjötiðnaðarnemar sem kepptu til úrslita. Keppnin fólst í að hver nemandi fékk einn lambsskrokk til að úrbeina á einni klukkustund. Síðan fengu nemendurnir annan klukkutíma til að stilla öllum afurðum skrokkins upp í kæliborði. Að lokinn keppni voru vörurnar seldar á keppnissvæðinu. Í öðru sæti keppninnar var Alex Tristan Gunnþórsson frá Kjöthúsinu og í þriðja sæti var Rakel Þorgilsdóttir frá Kjarnafæði. Á myndinni er Helga ásamt Jóhannesi Geir Númassyni, prófdómara.

Á vef Verkiðn eru birt öll úrslit mótsins.