6. nóv. 2017 Almennar fréttir

Sigríður Mogensen nýr sviðsstjóri hugverkasviðs SI

Sigríður Mogensen hefur verið ráðin sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins. Hún hefur störf á næstu mánuðum.

Sigríður hefur frá árinu 2015 starfað við áhættustýringu hjá Deutsche Bank í London. Fyrir þann tíma starfaði hún sem hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og hagfræðingur á skrifstofu sérstaks saksóknara. Þá hefur  Sigríður einnig starfað sem fréttamaður á Stöð 2 og blaðamaður á Viðskiptablaðinu. Um árabil var hún aðstoðarkennari í fjármálum og hagfræði við Háskóla Íslands.

Sigríður er hagfræðingur að mennt með BS gráðu frá Háskóla Íslands og MS gráðu í reikningshaldi frá London School of Economics.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir ánægjulegt fyrir samtökin að fá Sigríði til starfa: „Markmið okkar er að festa hugverkasviðið í sessi sem eina af meginstoðunum í starfi Samtaka iðnaðarins enda mun framtíðarvöxtur að miklu leyti byggjast á hugviti og hagnýtingu þess í iðnaði. Sigríður er metnaðarfullur og öflugur liðsmaður í hóp kraftmikilla starfsmanna SI. Hún er vel að sér um íslenskt atvinnulíf og þekkir þær áskoranir sem hugverka- og tæknifyrirtæki standa frammi fyrir. Í störfum sínum fyrir Deutsche Bank í London öðlaðist Sigríður mikla reynslu af alþjóðlegu starfsumhverfi og kemur því með þekkingu sem nýtist vel okkar aðildarfyrirtækjum sem tilheyra hugverkasviði samtakanna.“


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.