Fréttasafn



13. nóv. 2017 Almennar fréttir Nýsköpun

Sigurvegarar á uppskeruhátíð íslenska tæknigeirans

Fyrirtækið Guide to Iceland ehf. varð efst á Fast 50 listanum sem upplýst var um á uppskeruhátíð íslenska tæknigeirans en fyrirtækið var með rúmlega 30 þúsund prósent veltuaukningu á fjögurra ára tímabili. Við sama tilefni voru kynnt fimm svonefnd Rising Star fyrirtæki en það voru Platome líftækni, SidekickHealth, Activity Stream, DTE og Kara Connect. Sérstök dómnefnd sérfræðinga valdi fyrirtækin DTE og Platome líftækni sem sigurvegara þetta árið. Samstarfsaðilar Fast 50 og Rising Star eru Deloitte, Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Félag kvenna í atvinnulífinu. 

Á Fast 50 listanum eru þau tæknifyrirtæki sem vaxa hraðast með tilliti til veltuaukningar á hverju fjögurra ára tímabili. Með Guide to Iceland voru á Fast 50 listanum 15 önnur tæknifyrirtæki í fjölbreyttum atvinnugreinum og var meðaltalsvöxtur þeirra allra 2.149%. Fast 50 listinn er alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að skapa íslenskum tæknifyrirtækjum vettvang til að vekja athygli fjárfesta og annarra hagsmunaaðila vítt og breitt um heiminn á vexti og vaxtarmöguleikum sínum. Öll félögin á listanum eru jafnframt gjaldgeng á EMEA Fast 500 listann, sem er listi Deloitte yfir þau 500 tæknifyrirtæki í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, sem eru að vaxa hvað hraðast. Listinn í ár verður kunngerður 7. desember næstkomandi í París. 

Guide to Iceland, Platome og DTE er öllum boðið á Slush ráðstefnuna í Helsinki, sem fer fram dagana 30. nóvember til 1. desember.

Myndaalbúm á Facebook.

Ljósmyndir: Hanna Andrésdóttir.

Nánar á vef Deloitte.

DTE_winner

GuideToIceland_med_domnefnd

GuideToIceland