Fréttasafn21. mar. 2019 Almennar fréttir Framleiðsla

Sjálfbærir stólar sýndir í Norræna húsinu

Vinningsstólar úr hönnunarsamkeppni allra Norðurlandanna um sjálfbæra stóla verða til sýnis í Norræna húsinu á HönnunarMars. Íslenski stóllinn sem er hannaður af Sölva Kristjánssyni er úr endurunnu áli úr sprittkertum og korki. 

Það var Norræna ráðherranefndin sem tók höndum saman við hönnunarmiðstöðvar á Norðurlöndum og hélt keppnina sem hafði það að markmiði að auka meðvitund um sjálfbæra hönnun og að hvetja til hönnunarmiðaðrar hugsunar í loftslagsumræðunni. 


Opnunartími á sýningunni er eftirfarandi:
28. mars 11:00–22:00
29. mars 11:00–22:00 Opið hús með veitingum og uppákomum milli kl. 16-18.
30. mars 11:00–17:00
31. mars 13:00–17:00

Nánar um viðburðinn á Facebook.