Fréttasafn



13. sep. 2019 Almennar fréttir

Sjávarútvegssýningin í Laugardalshöll

Sjávarútvegssýningin 2019 verður haldin í Laugardalshöllinni 25.-27. september næstkomandi. Í fréttatilkynningu er haft eftir Ólafi M. Jóhannessyni, framkvæmdastjóra sýningarinnar, að sýningin hafi stækkað umtalsvert frá sýningunni 2016 og muni fylla alla sali Laugardalshallarinnar.

„Sýningin hefur vaxið töluvert og mikil eftirspurn hefur verið eftir sýningarsvæðum bæði frá innlendum og erlendum aðilum. Það er ánægjulegt að sjá hversu fjölþætt sú þjónusta er sem íslenskur sjávarútvegur býr yfir. Á sýningunni verður að finna bæði stór og smá fyrirtæki er þjóna sjávarútveginum og sýna allt það nýjasta á þessu sviði.“ 

Þess má geta að félagsmenn Samtaka iðnaðarins verða meðal sýnenda enda margir hverjir að þjónusta sjávarútveginn á fjölbreyttan hátt.

Opnun-sjavarutvegssyningar-2019Frá opnun sjávarútegssýningarinnar árið 2016. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Eliza Reid.