Fréttasafn



10. apr. 2024 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Sjö samtök telja ótækt að boðuð lög nái fram að ganga

Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök verslunar og þjónustu, Samorka ásamt Viðskiptaráði Íslands segja að grundvallarbreytinga sé þörf og telja ótækt að boðuð lög um rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna öryggis og allsherjarreglu nái fram að ganga í núverandi mynd. Þetta kemur fram í frétt ViðskiptaMoggans. 

Þá segir í fréttinni að í sameiginlegri umsögn samtakanna við frumvarpið segi að gildissvið laganna sé óskýrt og til þess fallið að fæla erlenda fjárfestingu frá, auk þess séu ráðherra veittar afar víðtækar heimildir til að krefja erlenda aðila um upplýsingar. „Verði frumvarpið að lögum munu erlendir aðilar ekki geta gert samninga við ýmsa innlenda aðila nema með fyrirvara um samþykki ráðherra sem kann að taka allt að 100 virka daga að veita. Í heimi viðskipta eru 100 virkir dagar langur tími og kann margt að breytast á þeim tíma.“  

ViðskiptaMogginn / mbl.is, 10. apríl 2024.

VidskiptaMogginn-10-04-2024


Einnig er fjallað um umsögnina á vef Viðskiptablaðsins undir yfirskriftinni „Fyrir­huguð lög­gjöf mun skapa ó­vissu um skil­yrði til fjár­festinga”.

vb.is, 8. mars 2024.