Fréttasafn



4. nóv. 2022 Almennar fréttir Ár grænnar iðnbyltingar Iðnaður og hugverk Mannvirki Nýsköpun Orka og umhverfi Starfsumhverfi

Sjónvarpsþáttaröð á Hringbraut um græna framtíð

Fyrsti sjónvarpsþátturinn af fjórum um græna framtíð sem unnir eru í samstarfi Samtaka iðnaðarins og Hringbrautar var sýndur í gær kl. 20 og endursýndur kl. 22. Næstu fjögur fimmtudagskvöld verður þáttaröðin sýnd á Hringbraut þar sem fjallað verður um fyrirtæki í iðnaði og hvernig þau nálgast markmið um kolefnishlutlaust Ísland. 

Í fyrsta þættinum var rætt við Björk Kristjánsdóttur hjá CRI, Björn Inga Victorsson hjá Steypustöðinni, Sigurð Ástgeirsson hjá Ísorku, Auði Nönnu Baldvinsdóttur hjá VOR, Guðmund Þorbjörnsson hjá Eflu og Sigríði Mogensen hjá SI.

Umsjónarmaður þáttanna er Guðmundur Gunnarsson.

Á vef Hringbrautar er hægt að horfa á þáttinn. 

Hringbraut_thaettir-Graen-framtid