Fréttasafn



24. mar. 2015 Menntun

Sjónvarpsþáttur um BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

Sjónvarpsþáttur um Boxið - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna verður sýndur á RÚV á morgun kl. 20.30. Keppnin var haldin í nóvember og kepptu 8 framhaldsskólar til úrslita.

Í Boxinu þurfa keppendurnir að geta unnið hratt og vel að sameiginlegu markmiði og sýna fram á ákveðið hug- og verkvit auk þess sem liðsheild skiptir miklu máli. Keppni af þessu tagi er því góð leið til að gera margvíslegum hæfileikum hátt undir höfði.

Liðin fóru í gegnum þrautabraut með nokkrum stöðvum og fengu hálftíma til að leysa hverja þraut. Þrautirnar voru settar saman af fyrirtækjum úr ólíkum greinum iðnaðarins með aðstoð fræðimanna Háskólans í Reykjavík.

Fyrirtækin sem komu að gerð þrautanna eru Össur, Héðinn, ÍAV, Ístex, Advania, Oddi, Stiki og Kjarnarfæði

Að keppninni standa Samtök iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík, Samband íslenskra framhaldsskólanema og mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Á facebooksíðu Boxins má sjá stiklu úr þættinum.