Fréttasafn



13. des. 2022 Almennar fréttir

Skammtímakjarasamningar undirritaðir

Skammtímakjarasamningur hefur verið undirritaður milli SA og VR, LÍV og samflots iðnaðarmanna. Samningurinn gildir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Með undirritun samningsins hafa Samtök atvinnulífsins samið við stærstu félögin á almennum vinnumarkaði sem samanstanda af meira en 80 þúsund manns, en líkt og kunnugt er náðust samningar milli SA og SGS í síðustu viku. Efling stendur ein utan sáttar og segir á vef SA að sem fyrr standi vonir til að ná samningum við þau fyrr en síðar.

Markmið fyrrnefndra samninga er að styðja við kaupmátt launafólks og brúa bil yfir í nýjan langtímasamning í anda Lífskjarasamningsins. Þar var áhersla lögð á að tryggja efnahagslega velsæld og aukna verðmætasköpun, bæta lífskjör og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta.

Myndin hér fyrir ofan er frá undirrituninni milli SA og VR, LÍV og samflots iðnaðarmanna. Þar má meðal annarra sjá Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, Eyjólf Árna Rafnsson, formann SA, og Aðalstein Leifsson, ríkissáttasemjara. 

Hér er hægt að nálgast kynningu á samningnum.

Á vef SA er hægt að nálgast frekari upplýsingar um kjarasamningana.

Á Facebook SA er hægt að nálgast myndir frá undirritun.

Sa_karphusid_a-9Frá undirritun kjarasamnings við SGS í síðustu viku. Á myndinni má meðal annars sjá Árna Sigurjónsson, formann SI, og Rannveigu Rist, forstjóra Rio Tinto á Íslandi.