Fréttasafn23. okt. 2020 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Skapa þarf störf í einkageiranum

Í nýrri greiningu SI kemur fram að stóri efnahagsvandi núverandi niðursveiflu snúist um töpuð störf í einkageiranum. Nemur fækkunin ríflega 19 þúsund manns yfir tólf mánaða tímabil fram til ágúst í ár eða sem nemur 7,2%. Fækkunin er orðin álíka mikil og þegar mest var í síðustu niðursveiflu. Þróunin hefur alfarið verið bundin við einkageirann en fjölgun hefur verið í starfandi hjá hinu opinbera á tímabilinu. Fækkun starfa í einkageiranum hefur birst í mikilli aukningu atvinnuleysis og minni atvinnuþátttöku undanfarið en atvinnuleysið mælist nú mjög hátt eða 9% og er reiknað með að það aukist enn á næstu mánuðum.

Af einstökum greinum einkageirans hefur fækkun starfa verið mest í ferðaþjónustu. Nemur fækkunin rétt ríflega 11 þúsund á síðustu 12 mánuðum eða 35%. Fyrirtæki í helstu greinum iðnaðarins hafa undanfarið einnig þurft að fækka starfsfólki en í mun minna mæli en í ferðaþjónustu. Starfandi í greininni hefur fækkað um 3.400 yfir síðustu 12 mánuði eða 7,0%. Samdrátturinn í greininni er aðeins undir þeim samdrætti sem hefur verið í einkageiranum. Af öðrum greinum einkamarkaðarins má nefna að í sjávarútvegi hefur störfum einnig fækkað en ekki nema um 3,9% á þessum tíma.

1-Starfandi-i-einkageiranum-og-hja-hinu-opinbera

Hér er hægt að nálgast greiningu SI í heild sinni.


Fréttablaðið, 23. október 2020.

RÚV, 23. október 2020.

Spegillinn á RÚV, 23. október 2020.

DV, 23. október 2020.

Byggingar.is, 23. október 2020.