Fréttasafn14. sep. 2021 Almennar fréttir

Skapa umhverfi til að nýta sköpunargleðina

Inga Sæland, Flokkur fólksins, sagði á kosningafundi SI að auðvitað ættum við að gera hvað við getum til þess að byggja undir nákvæmlega þessa framtíð okkar sem felst í nýsköpun. „Við verðum að byggja fleiri stoðir við getum ekki haldið áfram að einbeita okkur að því að vera hér bara með þriggja stoða kerfi og þess vegna er einstaklega mikilvægt að við skulum vera komin með fjórðu stoðina núna.“

Hún sagði að regluverkið væri verulega fráhrindandi fyrir þá sem hafi góða hugmynd og bara hreinlega treysti sér varla til þess að ýta henni í framkvæmd. „Þannig að það er í okkar valdi, auðvitað, að keyra það þannig í gang og algjörlega skilyrðislaust að skapa þannig umhverfi að við getum nýtt sköpunargleðina algjörlega 100%.“

Inga sagði að það breyti ekki þeirri staðreynd að til dæmis núna sé mikið búið að vera að kalla eftir því að hafa þennan fyrirsjáanleika. „Þannig að ef einstaklingar eða lítil sprotafyrirtæki vilja fara af stað að þá í rauninni hafa þau svo litla framtíðarsýn. Þau eru að leggja kannski í dálítið mikinn kostnað. Það kostar allt, kostar, og það er meira svona, þetta umhverfi sem er utan um þau núna, er meira svona óvissu umhverfi. Þannig að auðvitað þurfum við að taka utan um þetta og skapa þeim framtíðarsýn og virkilega sýna hvata í stað þess að letja þau til dáða.“

Einnig sagði Inga að henni finnist tækifærin hafi oft á tíðum verið vannýtt. „Mig langar að nefna dæmi um það sem við vorum að berjast fyrir í þinginu núna í vetur og eftir að Covid kemur upp. Svona dæmi um það hvernig hefði verið hægt að sækja tækifæri sem að voru í rauninni, lítið sem ekkert gert með.“

Hún nefndi til dæmis kvikmyndaiðnaðinn. „Við vildum gjarnan laða til okkar fleiri, það voru stórfyrirtæki sem hefðu viljað koma hérna, og við vildum laða þau til okkar með því að veita þeim jafnvel meiri endurgreiðslu, þannig að þau sæju hag í því að koma til okkar. Við sáum fyrir okkur, þetta voru risafyrirtæki, þetta voru fyrirtæki sem hefðu skapað mjög mikil störf og allt umhverfi í kringum þau. Maður er að koma með, inn í fjárlaganefnd og alls staðar, að ræða þessi mál. Koma með hugmyndir að því hvernig getum við í rauninni kannski á einfaldan hátt, þar sem það liggur fyrir fótum okkar, gripið tækifærin. En það var ekki gert, nema að litlu leyti, því miður.“

Si_kosningafundur_2021-23Inga Sæland á kosningafundi SI.

Hér er hægt að nálgast kosningafund SI:

https://vimeo.com/600871564