Fréttasafn  • Menntun_1509613067917

10. sep. 2018 Almennar fréttir Hugverk

Skiptir miklu máli að hafa fleiri stoðir sem byggjast á hugviti

„Vöxtur hugverkageirans er mjög góð tíðindi. Af því að það skiptir svo miklu máli að við séum með fleiri stoðir undir okkar efnahagslífi og fleiri stoðir sem snúast um og byggjast á hugvitinu.“ Þetta segir forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, í frétt Morgunblaðsins en hún boðar frekari framlög til nýsköpunar. „Hluti af stefnumótun núverandi ríkisstjórnar er að fjárfesta meira í nýsköpun og þróun í gegnum nýjan þjóðarsjóð en sú fjárfesting gæti numið milljörðum á næstu árum. Samhliða því verður mótuð nýsköpunarstefna fyrir Ísland.“ 

Katrin-jakobsdottir

Á mynd sem fylgir fréttinni er hægt að sjá að fjöldi starfsfólks í hugverkaiðnaði hefur aukist frá 2010 og sömuleiðis verðmætasköpun sem hlutfall af landsframleiðslu. Starfsfólki hefur fjölgað um 10% frá árinu 2010 og hlutfall hugverkaiðnaðar í landsframleiðslu vaxið úr 5,8% árið 2010 í 7,3%.

Morgunbladid-07-09-2018

Morgunblaðið, 7. september 2018.