Skipulagning hagsmunagæslu íslensks atvinnulífs í Evrópu
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins var í hópi framkvæmdastjórnar og starfsfólks Samtaka atvinnulífsins í vinnuferð til Brussel dagana 2. til 5. október. Þar voru lagðar áherslur á forgangslista og skipulag í hagsmunagæslu atvinnulífsins í Evrópumálum.
Á vef SA segir að vinnuferðin hafi byrjaði á heimsókn til Eftirlitsstofnunar EFTA - ESA þar sem Árni Páll Árnason, sitjandi varaforseti ESA, hafi haldið kynningu á starfinu. Þá var heimsókn í sendiráð Íslands þar sem Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands, fór yfir stöðu nokkurra lykilmála. Í kjölfarið var formleg heimsókn til evrópusamtaka atvinnulífsins Business Europe þar sem bæði SA og SI eru aðilar. Lokahnykkur ferðarinnar var á skrifstofum EFTA þar sem starfsfólk tók vel á móti hópnum.
Fremst á myndinni eru Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Marcus Beyrer, framkvæmdastjóri Business Europe, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA. Aðrir talið efst frá vinstri eru Guðmundur Heiðar Guðmundsson, ritari stjórnar og lögmaður á vinnumarkaðssviði SA, Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður efnahagssviðs SA, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, Guðmundur Kristjánsson, stjórnarmaður SA, Pétur Óskarsson, formaður SAF og stjórnarmaður SA, Heiðrún Björk Gísladóttir, lögmaður og fastafulltrúi SA hjá Business Europe, Edda Rut Björnsdóttir, varaformaður SVÞ og stjórnarmaður SA og Benedikt Gíslason, formaður SFF og stjórnarmaður SA, Jónína Guðmundsdóttir, varaformaður SI og stjórnarmaður SA, og Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ og stjórnarmaður SA.