Skortur á reyndum sérfræðingum hefur áhrif á vöxt
Við sjáum mörg tækifæri framundan í leikjaiðnaði, upplýsingatækni, líftækni, heilsutækni og mörgum öðrum vaxandi atvinnugreinum en skortur á reyndum sérfræðingum hefur áhrif á vöxt atvinnugreinanna, segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, í frétt Bloomberg um nýsköpun á Íslandi þar sem einnig er rætt við Svavar Halldórsson hjá Algalíf og vitnað til viðtala við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Í fréttinni segir Sigríður jafnframt að þetta verði brýnna mál með hverjum deginum sem líður og gefi þar með til kynna að aðgerðir stjórnvalda séu ekki nægilega hraðvirkar. Vitnað er meðal annars til könnunar meðal félagsmanna SI þar sem kemur fram að 80% tækni- og nýsköpunarfyrirtækja segja þörf fyrir fleira starfsfólk.
Bloomberg, 2022.