Fréttasafn



1. okt. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Skráning á Verk og vit stendur yfir

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í fimmta sinn dagana 12.-15. mars á næsta ári í Laugardalshöllinni og eru Samtök iðnaðarins meðal samstarfsaðila. Í fréttatilkynningu kemur fram að mikill áhugi sé á sýningunni meðal fagaðila og almennings en sýningin hefur verið haldin á tveggja ára fresti undanfarin áratug. Sýningin verður opin fagaðilum á fimmtudegi og föstudegi og síðan er sýningin opin almenningi á laugardegi og sunnudegi.

Á síðustu Verk og vit sýningu árið 2018 var slegið aðsóknarmet þegar um 25.000 gestir mættu á sýninguna þar sem um 110 sýnendur kynntu vörur sínar og þjónustu. Meðal sýnenda eru byggingarverktakar, verkfræðistofur, tækjaleigur, skólar, fjármálafyrirtæki, ráðgjafafyrirtæki og sveitarfélög.

AP almannatengsl er framkvæmdaaðili sýningarinnar en samstarfsaðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, BYKO og Landsbankinn. 

Hér er hægt að skrá fyrirtæki sem sýnanda.

V-V-augl-2020